Sögur af Þveræingum

Sjá jafnframt sögur frá Þverá og Þverárkirkju undir liðnum Þverá.

Benedikt Jónsson á Auðnum.  Sveinn Skorri Höskuldsson fjallar hér um Benedikt á Auðnum í erindi sem hann flutti í Safnahúsinu á Húsavík árið 1996, en það ár voru 150 ár liðin frá fæðingu Benedikts. Erindið er fengið frá Sveini Skorra sjálfum, en fært í tölvutækt form af mér.  Benedikt_a_Audnum_SSH_ag_2007

Persónuleikaeinkenni Benedikts á Auðnum eftir bók Sveins Skorra Höskuldssonar, í samantekt Más Viðars Mássonar. Þetta er einnar síðu skjal. Ég tek saman nokkur einkenni Benedikts, sem mér þykja hafa fylgt Þveræingum, þmt. Víðisum, allar götur síðan.  Personuleikaeinkenni_Benedikts_a_Audnum

Þverárbræður.  Hér er bæklingur minn frá 1998 um Þverárbræður, þá Benedikt og Snorra. Langafi minn, Jón Þveræingur, var bróðir þeirra.  Thverarbraedur_1998_2012

Líney Jóhannesdóttir um Guðnýju og Benedikt á Auðnum.  Þorgeir Þorgeirsson skráði í bók viðtal við Líneyju frá Laxamýri. Bókin kom út árið 1975 og heitir Það er eitthvað sem enginn veit. Þar er minnst á Guðnýju og Benedikt, en Líney er hrifin af þeim, og minnist Guðnýjar sérstaklega. Kaflinn er hér. Þegar Líney kynntist gömlu hjónunum voru þau komin til Húsavíkur. Laxamýri er rétt sunnan við bæinn. – Með fylgir einnig yfirlit mitt yfir Laxamýrarætt hina yngri (3 síður) og 4 síður úr dagblöðum um ættina.  Liney_Johannesd_allt

Mýrargenið. Afkomendur Guðnýjar Jónsdóttur eldri, á Mýri í Bárðardal, eru margir hverjir afar hneigðir fyrir músík. Ég hef lengi heyrt talað um tónlistargenið frá Mýri, enda er langalangamma mín, Herdís Ásmundsdóttir á Þverá, dóttir Guðnýjar. Hér reyni ég að færa sönnur fyrir því að það sé til í alvöru. Þetta er grein í smíðum. Hefur þú skoðun á málinu? Láttu þá í þér heyra.  Myrargenid_2018_07_02_zzz

KÞ var stofnað í bláu stofunni á Þverá 1882.  DV minnist stofnunar Kaupfélags Þingeyinga í bláu stofunni á Þverá árið 1882. Upphaf greinargerðar minnar.  Ólokið.  Kaupfelag_Thingeyinga_DV_og_stutt_yfirlit_mitt

Menningarmiðstöð Þingeyinga.  Hér er kafli úr æviágripi Jóns J. Víðis frá 1995. Þar segir frá þætti hans, systur hans Sigríðar Víðis Jónsdóttur og mágs hans Jóhanns Skaptasonar í byggingu Safnahúss Þingeyinga.  Menningarmidstod_Thingeyinga

Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld.  Hér segir af Jóni Hlöðveri Áskelssyni tónskáldi og tónleikum hans í Norræna húsinu 2008. Margrét Bóasdóttir, skólasystir mín, kemur við sögu.  Myrarminni_Jon_Hlodvers_2008_One

Hver á sér fegra föðurland?  Hér er verðlaunakvæði Unnar Benediktsdóttur Bjarklind, Huldu skáldkonu, frá 1944.  Hulda_Hver_a_ser_fegra_fodurland_One

Jakob Hálfdanarson kaupstjóri KÞ.  Hér segir af fyrsta kaupstjóra Kaupfélags Þingeyinga. Hann er fjarskyldur ættingi úr Þingeyjarsýslum. Jakob átti þátt í að taka saman sögu Jóns Jóakimssonar. Sjá undir lið Vinafélags Þverárkirkju og Þverár.  Jakob_Halfdanarson_kaupstjori_1836_1919_One

Skafti Jónsson.  Hér segir m.a. af Skafta sem Jón Jóakimsson, óðalsbóndi á Þverá, átti með vinnukonunni, milli eiginkvenna. Guðný Benediktsdóttir í Garði segir frá.  Hvassvidrissagan_og_Gudny_i_Gardi_og_Skafti

Skafti Jónsson áttræður. Þórgnýr Guðmundsson á Sandi skrifaði í Dag um Skafta áttræðan. Nokkuð sérstök ritsmíð, en forvitnileg þó. Jón Hálfdanarson fann.  Skafti_Jonsson_Dagur_1942

Brúðkaup Figaros.  Hér segir frá því þegar Þverárbændur settu óperusöng í öndvegi. Þeir færðu gamla grammófóninn út á völl og sungu með, stundum í íslenskri þýðingu. Og það um hábjargræðistímann. Síðast uppfært á jóladag 2011.  Brudkaup_Figaros

Hulda skáldkona.  Hér segir af Unni Benediktsdóttur Bjarklind. Hún var dóttir Benedikts á Auðnum, þess sem safnaði fleiri lögum fyrir séra Bjarna á Siglufirði en aðrir, og var í bréfasambandi við Halldór Kiljan Laxness. Hér má m.a. sjá lista yfir útgefnar bækur hennar. Ólokið.  Hulda_Unnur_Benediktsdottir_Bjarklind_yfirlit_mitt_Olokid_One

Jólasaga Huldu.  Saga þessi, af jólum í Laxárdal, birtist í bók Huldu, Úr minningarblöðumHulda_Jolasaga_med_eftirmala_2015

Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari hélt marga tónleika í kirkjum Suður-Þingeyjarsýslu 2012-2013. Tónleikaröðina nefndi hún Fiðlutónleikar – til heiðurs fiðlu- og tónmenningu Suður-Þingeyinga. Þarna er minnst á Benedikt frá Auðnum, séra Bjarna Þorsteinsson og Garðar Jakobsson frá Lautum í Reykjadal.  Um_fidlur_Hlif_Sigurjons_2012

Guðrún Ingimundardóttir heitir frænka mín, afkomandi Herdísar Benediktsdóttur frá Auðnum. Sjá niðjatal. Guðrún er dr. í tónlist, lagasmiður og tónlistarkennari á Ólafsfirði. Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari flutti lag hennar Að heiman í Sigurjónssafni vorið 2015.  Gudrun_&_Hlif_Sigurjons_2015

María Jónsdóttir. María, dóttir Jóns Jóakimssonar á Þverá, flutti til Ameríku með manni sínum, Sigurjóni Péturssyni af Reykjahlíðarætt. Þeirra er getið í niðjatali Jóns og Herdísar. Jón Hálfdanarson tók saman aukaefni um þau hjón.  maria_jonsdottir_og_sigurgeir_petursson_i_kanada-zzz