Sögur af Víðisum

Minningar Jóhanns og Sigríðar.  Silli bankastjóri tók saman í 47 síðna handrit minningargreinar og útfararræður vina sinna Jóhanns Skaptasonar og Sigríðar Víðis Jónsdóttur. Hann færði móður minni eintak og ég færði það í pdf skjal.  Johann_og_Sigridur_minning

Ameríkuferðir Gunnars Hall 1994 og 1996.  Hér má lesa um ferðir Gunnars til frændfólksins í Los Angeles og Las Vegas.  Amerikuferdir_Gunnars_Hrafns_Hall_One

Jón og Halldóra flytja suður 1898.  Hér segir Jón Þveræingur Jónsson frá flutningi fjölskyldunnar frá Þverá í Laxárdal til Reykjavíkur, með skipi, árið 1898. Dagbókarbrot. Þykja Jóni Vestfirðir fallegir af sjó?  Ferdalag_Ur_dagb_JThJ

Kaldadalsferð Jóns J. Víðiss 1929.  Þetta er saga með frábærri mynd af helgarferð Jóns Þveræings Jónssonar, niðja hans, ættingja og vina árið 1929. Þessi saga birtist einnig í niðjatali Jóns og Herdísar.  Kaldadalsferd_1929_Bls_9_One

Jóhann Skaptason sýslumaður.  Hér segir af Jóhann Skaptasyni sýslumanni, frænda mínum, en hann var kvæntur Sigríði Víðis Jónsdóttur frænku minni.  Syslunefnd_Sudur_Thingeyinga_1974_One

Bjarni Örn Þórisson Bradwell.  Hér eru nokkur orð á ensku um fyrstu 7 ár Bjarna á Íslandi. Ég sendi amerísku fjölskyldu hans þessa samantekt fyrir jarðarför hans.  Bjarni_Orn_Thorisson_obituary_2014.zzz

Jón Þórarinn Þorvaldsson um Spörtu sína.  Jón sendi frændfólki sínu þessa frásögn, um fæðingu yngstu dóttur sinnar, í mars 2011.  Jón Þórarinn Þorvaldsson Sparta brýst í heiminn 2011

Þannig varð ættarnafnið Víðis til.  Hér segir frá því hvernig ættarnafnið Víðis varð til. Allir afkomendur Jóns Þveræings og Halldóru Sigurðardóttur eru Víðisar. Ert þú í þeirra hópi? Víðisar eru reyndar einnig Vefarar í gegnum Halldóru, en það er önnur saga.  Aettarnafnid_Vidis_One

María Víðis Jónsdóttir var amma mín. Hún var systir Auðar, Jóns, Sigríðar og Þórnýjar. Fjögur elstu systkinin fæddust á Þverá í Laxárdal, en það yngsta í Reykjavík. Amma missti mann sinn meðan hún gekk ennþá með yngsta barn þeirra. Sjá niðjatal Jóns og Herdísar. Amma lést 4. maí 1982. Ég var þá í Svíþjóð. Hér fylgir líkræða sr. Jakobs Jónssonar. Þ.S.Þ. útvegaði.  Likraeda_Maria_Vidis_1982