Niðjar Sigurðar og Guðríðar (af Héraði)

Sjá meira efni í undirflokknum Sögur af Héraði.

Niðjatal Sigurðar Guttormssonar og Guðríðar Eiríksdóttur.  Halldóra, dóttir þeirra, var langamma mín. Niðjar Halldóru og Jóns, þ.e. Víðisar, eru þó ekki hér, heldur í Niðjatali Jóns og Herdísar (Þveræingar).  Nidjatal_Sigurdar_og_Gudridar_2022_10_15.zzz

Fjórar dætur Sigurðar Guttormssonar. Söguskýring handa Víðisum.    Halldóra, dóttir Sigurðar, var langamma mín. Hverjar voru hinar þrjár? Þessa samantekt gerði ég einnig til að auðvelda yfirsýn Víðisa sem vilja kynna sér ættir sínar að austan, enda er hér útskýrt fyrir þeim hvernig ættir þeirra af Héraði og úr Laxárdal mætast. Halldóra Sigurðardóttir kom að austan og kynntist Jóni Þveræingi Jónssyni á Þverá. Þetta er e.k. mini-niðjatal. Uppfært 2016. 3 síður í pdf.  Soguskyring_handa_Vidisum_Fjorar_daetur.zzz

Sigurðarþáttur niðjatals Guttorms Þormars frá 2006 yfir Arnheiðarstaðaætt.  Hér eru sömu upplýsingar og finna má í niðjatölum mínum, einkum niðjatali Sigurðar og Guðríðar. Hér eru þó nánari upplýsingar um maka Sigurðarniðja, fyrir áhugasama. Ættir Víðisa er þó f.o.f. að finna í niðjatali Jóns Jóakimssonar og Herdísar Ásmundsdóttur. Afgangur niðjatals Guttorms er annars staðar (Arnheiðarstaðaætt).  Nú vantar áhugasama ættfræðinga til að halda áfram með þetta niðjatal Guttorms Þormar. Arnheidarstadaaett_Sigurdar_thattur_Guttormssonar_fra_Gutta_Thormar

Hér er mynd af legsteini á gröf þeirra sem féllu í sprengingunni á Ási 1946.  Sjá um sprenginguna undir „Sögur“. Minnismerkið er í grafreitnum við Áskirkju.  Legsteinninn á Ási í Fellum