Velkomin á vefsíðu mína!

      Gjörið svo vel að skoða efni það sem hér er að finna. Lítið á flokka hér að ofan. Þaðan má finna undirflokka.

Hér eru nokkur sýnishorn:

Vissir þú að Þverárbærinn í Laxárdal er á óskalista Sameinuðu þjóðanna um að komast á heimsminjaskrá? Aðeins tveir íslenskir staðir/verkefni eru fyrir á þeirri skrá. Sjá greinargerð sem UNESCO lét gera um verkefnið Icelandic Turf Houses:  https://www.marvidar.com/wp-content/uploads/Heimsminjar_2011_PDF.pdf

 Fyrir skyldfólk mitt í föðurætt, nefnilega Þykkbæinga, niðjatal ykkar er hér:  https://www.marvidar.com/nidjatol/nidjatal_thordar_og_sigridar/

For our American relatives: Vidis’ family tree is here:  https://www.marvidar.com/nidjatol/nidjatal_jons_og_herdisar/

Hér er listi yfir greinar heimasíðunnar (2016): aHeimasidan_yfirlit_2016_05_31.zzz

Brennisóley við Víði í Mýrdal

Nokkrir einstaklingar voru beðnir um að velja sér þjóðarblóm og birti Mbl. viðtöl og myndir. Þjóðin fékk að kjósa, og þrengja þannig hópinn, en nefnd valdi endanlegt blóm, og aldrei var sagt frá því hversu mörg atkvæði hvert blóm fékk. Nefndin valdi holtaslóley. Brennisóley er mitt þjóðarblóm, engu að síður, og ég talaði hennar máli. Sóleyn á myndinni stóð við Víði í Mýrdal.

“Brennisóleyn vex gjarnan nærri mannabústöðum.  Það finnst mér svolítið djarft af henni.  Óhrædd býður hún okkur birginn, þótt við séum ekki alltaf ýkja nærgætin í umgengni okkar við náttúruna. Fyrir vikið ber ég mikla virðingu fyrir brennisóleynni og geri að tillögu minni að hún verði þjóðarblóm Íslands. Stundum þurfum við þó að setja henni mörk, eins og öllu því sem okkur þykir vænt um og viljum að vel grói” segir Már Viðar Másson sálfræðingur.

“Ég tók snemma eftir því á ferðum mínum um landið hvernig brennisóleyn gyllir umhverfi mannanna. Og ég tengi fallega gula litinn hennar við þetta sambýli – fólk, land og sóley.  Þegar ég heyrði fyrst Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum þótti mér vel til fundið að líkja landinu við sóleyna. Ég hef tekið eftir því að sólin hér er gulari en gerist sunnar á hnettinum. Þetta stafar líklega af tærara lofti hér norðurfrá. Og litur sólarinnar okkar er sá sami og litur sóleyjarinnar. Og gljáinn er sá sami.” [2004]

Solblom275&Mar

Ég við sólblómið mitt í Uppsölum.

– O –

Netfang mitt er: marvidar@simnet.is

– O –

Ég set sumar myndir mínar á flickr https://www.flickr.com/photos/marvidar/sets/

– O –

Styðjið Wikipedia! Sjá: https://wikimediafoundation.org/wiki/Home

– O –

Þjóð, tunga, land og trú