Jón J. Víðis og Víðir

– Sjá einnig undirfyrirsagnir að ofan, undir Jón J. Víðis og Víðir. Þar eru fleiri greinar, m.a. af Hellu, Brandagili og Víði –

JJV1_31_05_1972 Jon_J_Vidis_1920_sel

  JJV 26 ára.  1920.                           JJV 78 ára.  1972.

Að heyra hjarta landsins slá.  Greinin úr Vegamálum frá 1995 – án mynda. Hér er hún mjög læsileg og uppfærð. Nafnaskrá var bætt við 2017. Lista yfir húsateikningar Jóns var bætt við 2019. Útgáfudag má lesa út úr nafni skjalsins.

Word:  Ad_heyra_hjarta_landsins_sla_texti_2021_05_05_zzz

Að heyra hjarta landsins slá.  Hér má sjá þátt minn um Jón J. Víðis sem birtist í Vegamálum 1995 – með myndum. Greinin er skönnuð af síðum tímaritsins.

Létt pdf:  Ad_heyra_hjarta_landsins_sla_2015_12_07.zzz

Skýrara:  Ad_heyra_hjarta_landsins_sla_2015_12_06.zzz

Jónssteinn – steinshelgun.  Sumarið 2009, nánar tiltekið 23. ágúst, var Jónssteinn afhjúpaður við Þverá í Laxárdal. Hann er minnismerki handa Jóni J. Víðis 1894-1975. Eða eigum við að segja að hann sé handa afkomendum, nefnilega Víðisum? Hér má lesa um réttlætingu fyrir minningunni, sem flutt var af nokkrum lesurum í Þverárkirkju. Hér má einnig lesa texta steinsins, lista yfir viðstadda (votta), dagskrá athafnarinnar (m.a. helgun) og þakkarbréf til Laxdæla.

JJV_Steinshelgun_2019_05_15_lok.zzz

Jónssteinn, mynd.  Hér má sjá mynd af Jónssteini.  Mar_049_pdf

A Stone for Jon (English). Here you can read about The Stone for Jon, and about its surroundings in Laxardalur and Adaldalur. Written by me and Regina Hrönn Ragnarsdottir.  A_stone_for_Jon_in_English

Þrjár bílferðir Jóns á Gamla-Ford. Kaldidalur, Kjölur og Sprengisandur.  Sögurnar eru sagðar með orðum Jóns. Hér er saga Sprengisandsferðarinnar 1933 heillegust og fallega frágengin, með myndum Jóns. (Í undirkaflanum „Af Jóni Víðis“ má sjá hvernig Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar og tímaritið Ský segja sögu Sprengisandsferðarinnar).

Sprengisandur_1933_x3_sogur_2015_12_24.zzz

JJV_grinmynd_1964

7. nóv. árið 1964 birtist þessi mynd af Jóni í Alþýðublaðinu. R. Lár. var með þátt í blaðinu sem hét „Hver er maðurinn?“ Menn áttu þá að giska á það, hvern hann hafði teiknað í það sinn. Svar var neðar á síðunni. Jón var þarna nýbúinn að fara „aftur“ yfir Sprengisand, nú var honum boðið af mönnum sem létu mikið á sér bera, þannig að þjóðin hafði fylgst með ferðalaginu. Næsta sumar var Jón á Vestfjörðum með Jakobi og Má, aðstoðarmönnum sínum í vegmælingunum. Þeir voru eitt sinn skellihlæjandi þegar Jón kemur að bílnum. Hann sest inn og segir síðan: „Að hverju eruð þið að hlæja? Eruð þið að hlæja að efri vörinni?“