Hraustir Menn

Það er laugardagur í Árbæjarlaug.  Ungbarnasund í innilauginni.  Það eru mest karlar sem halda á börnunum.  Þeir eru stoltir, hlýjir og gefandi.  Þeir horfast í augu við börnin og senda þeim viðurkenningarbros.

Nú er sunnudagur í Árbæjarlaug.  Í sturtuklefanum eru tveir feður með kornabörnin sín undir rennandi vatninu.  Þeir halda þéttingsfast utanum börnin, gæla við þau og kjá framan í þau.  Lítill pottormur kemur hlaupandi í öllum fötum inn í sturtuklefann og pabbi á eftir.  Sokkarnir þeirra rennblotna og sömuleiðis lopapeisa pabbans.

Frammi í búningsklefa eru ruslaföturnar fullar af notuðum bleium.  Þar heyrist á tal tveggja karla.  „Hvort er þetta strákur eða stelpa?“ spyr annar.  „Þetta er stúlka.  Hún er tíu mánaða“ segir hinn.  „Já, ég hefði mátt segja mér það.  Hún er í bleikum bol“ segir sá fyrri og heilsar litlu stúlkunni með augnaráðinu.  „Drengurinn þinn er orðinn stór.  Þau stækka fljótt“ segir faðir stúlkunnar.  „Hann er þriggja ára og tekur hraustlega til matar síns“ segir stoltur faðir drengsins.

Dagskrá klúbbsins Hraustra Manna.  Hér er yfirlit dagskrár Hraustra Manna fyrstu 13 árin.  Dagskra_HM_1995_2007

Verkefni Hraustra Manna.  Verkefnalistar.  Þess utan ræðum við um daginn og veginn!  Verkefni_HM