Helgi, Þóra & Eiðabræður

Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur er frændi minn. Hann bjó um tíma á Akureyri, en býr nú á Egilsstöðum. Bækur hans Lagarfljótsbókin (2005), Sveppabókin (2010) og Fljótsdæla (2016) eru stórvirki og hafa vakið mikla athygli landsmanna.

Þóra Egyptalandsfari. Hér er prýðileg grein Helga um Þóru Margréti Sigurðardóttur, frænku okkar. Þóra var systir Halldóru, langömmu minnar. Önnur systir Þóru var Guðlaug, amma Helga. Móðir mín heitir í höfuð Þóru. Þóra Margrét dvaldi í útlöndum í áratugi og var/er viss ævintýraljómi yfir lífi hennar. Það upplifði ég, enda voru margir munir frá Þóru á barndómsheimili mínu. Helgi upplifði hið sama fyrir austan, enda sendi Þóra forvitnilega og vel þegna hluti frá útlöndum, til ættingja hér heima. Sjálfur setti ég greinina upp, og safnaði myndum, heimildum og hlutum sem Þóra skildi eftir sig, enda sumt í eigu móður minnar. Annars staðar; undir fyrirsögninni „Niðjatöl/Sögur af Héraði” má lesa samantekt Jóns Hálfdanarsonar um örlög ættingja fyrir austan; snjóflóðið á Seyðisfirði og Friðrik á Langhúsum, en hvortveggja kemur við sögu Þóru.    Thora_Egyptafari_2022_07_01.zzz

Eiðabræður. Við unnum þessa sögu saman, Helgi Hallgrímsson, Jón Benedikt Guðlaugsson og ég. Undir handleiðslu Helga. Fleiri komu við sögu og er getið þar. Sagan fjallar um syni Jónasar Eiríkssonar skólastjóra á Eiðum. Jónas var bróðir Guðríðar Eiríksdóttur langalangömmu minnar, þeirrar sem fórst í snjóflóðinu mikla í Seyðisfirði 1885. Guðríður var móðir Halldóru Sigurðardóttur, langömmu minnar, ættmóður Víðisa. Guðríður var einnig móðir Þóru Egyptafara, en sögu hennar má finna hér að ofan. Systir Guðríðar var Guðlaug Eiríksdóttir, langamma Helga.

Word:  Eidabraedur_2023_09_24.zzz

Pdf:  Eidabraedur_2023_09_24.zzz

Hér lýsir Begga frænka mín á Fornhaga í Aðaldal, S-Þing. Helga bróður sínum.  Þessi stutta grein er fengin að láni úr bókinni Á sprekamó sem tileinkuð var Helga sjötugum.  Bergljot_Hallgr_um_Helga_A_Sprekamo_zzz

Stafkirkja á Valþjófsstað.  Hér segir Helgi frá stafkirkja á Valþjófsstað.  Frá 2006.  Stafkirkja_a_Valthjofsstad_2006

Ritskrá Helga. Ljósrit uppúr bókinni Á sprekamó. Stórt pdf-skjal.  Ritskra_Helga_Hallgrimssonar_2005.zzz